Þegar Halldór Ásgrímsson var í pólitík upphófst ógurleg vænisýki í kringum hann.
Það var talað um „aðför“ að Halldóri Ásgrímssyni. Meðal annars var Spaugstofan sökuð um að taka þátt í aðförinni.
Umræðan um meintar árásir á Ásmund Einar Daðason, Lilju Mósesdóttur og Atla Gíslason minnir á þetta.
Þau þrjú skjóta í allar áttir og eru ekkert að spara sig eða hlífa öðrum.
Það barasta eðlilegt.
Svo er tekið á móti og þau fá að finna fyrir gagnrýni.
Þá er farið að væla um árásir.
Það er nokkurn veginn tilefnislaust.