fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Valkostir Lilju Mós

Egill Helgason
Þriðjudaginn 28. desember 2010 14:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrif Lilju Mósesdóttur helgast að miklu leyti af því að hún er í andstöðu innan flokks sem er í ríkisstjórn og þar sem ríkir lítill agi.

Hún getur mótmælt stjórnarstefnunni hvað eftir annað og fengið mikla athygli í fjölmiðlum.

Ef Lija gengur úr VG er nánast öruggt að áhrif hennar minnka og sömuleiðis athyglin sem hún fær.

Þá hefði Lilja þrjá kosti vilji hún halda áfram á þingi – að sitja sem sjálfstæður þingmaður, að ganga í Hreyfingun þar sem hún finnur samhljóm eða að reyna að stofna nýjan flokk á vinstri vængnum.

Fyrsti kosturinn dæmir hana til áhrifaleysis – og athygli sem beinist að henni myndi minnka mikið.

Annar kosturinn virðist nokkuð eðlilegur, en þá yrði Lilja einfaldlega stjórnarandstöðuþingmaður.

Þriðji kosturinn er áhugaverðastur, en um leið áhættusamur. Það er óvíst hversu margir myndu vilja fylgja Lilju og stofna flokk lengst til vinstri – og hvert fylgi slíks flokks yrði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið