fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Vafasöm stjörnugjöf

Egill Helgason
Þriðjudaginn 28. desember 2010 23:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jónas Sen skrifaði um daginn vægast sagt umdeilda gagnrýni um Kristján Jóhannsson.

Sjálfum fannst mér hann ganga alltof langt þegar hann sagði nánast að ferill Kristjáns hefði verið einskis virði.

Kristján átti mikilli velgengni að fagna á tímabili, ekki síst á Ítalíu, þar sem menn kunnu vel að meta kraftmikla rödd hans. Jónas hreykti sér óþarflega hátt á kostnað þessa tónlistarmanns sem náði lengra en flestir Íslendingar.

Jónas gaf safndiski með söng Kristjáns eina stjörnu í dóm sínum.

Í dag skrifar Jónas grein í Fréttablaðið og víkur að stjörnugjöf fyrir tónlist. Hann játar að það sé erfitt og óþægilegt að gefa tónlist stjörnur.

„Listin er í eðli sínu margþætt, jafnvel óræð, enda fjallar tónlistin oft um það sem ekki er hægt að koma orðum að. Með því að gefa tónlist stjörnur er verið að segja að hægt sé skilgreina tónlist með örfáum orðum, setja hana í glas með merkimiða á. Vissulega er sumt einfaldlega gott og sumt er frábært. En annað er flóknara og það passar illa að gefa því stjörnur.“

Upp á síðkastið hefur maður séð stjörnugjöfina fara út í öfgar. Stundum er hún beinlínis bjánaleg – það sem Jónas skrifar á ekki síður við um bókmenntir og leikhús. Það er ágætis áramótaheit fyrir fjölmiðlana að hætta þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið