Herferðin gegn Julian Assange snýst og WikiLeaks ekki aðallega um þennan mann eða vefinn sem hann heldur úti.
Aðalatriðið er að hræða.
Að hræða þá sem gætu hugsað sér að gera það sama – að leka upplýsingum sem leynd hvílir yfir eða birta slíkar upplýsingar á vefnum.
WikiLeaks heldur sjálfsagt áfram – og nú á líka að stofna vef sem nefnist OpenLeaks – en hræðslutaktíkin er að virka ágætlega.
Við sjáum Bradley Manning í einangrunarvist í Bandaríkjunum – og það virðast afar fáir vera tilbúnir að berjast fyrir því að hann verði látinn laus. Manning verður sjálfsagt dæmdur í áratuga langt fangelsi.