fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Úti er alltaf að snjóa

Egill Helgason
Fimmtudaginn 23. desember 2010 23:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Deleríum búbónis er eitt af fáum skáldverkum íslenskum sem fæst við tíma skömmtunar og hafta og spillinguna sem fylgdi þessu.

Þetta er alveg furðulegt. Miðað við sögur sem maður hefur heyrt af þessum tíma finnst manni eins og þarna ætti að vera ærinn efniviður í skáldskap.

En þessi tími er í rauninni alveg gleymdur. Stundum erum við minnt á hvernig hann var, eins og í bók Jakobs F. Ásgeirssonar sem nefndist Þjóð í hafti og nú síðast í ævisögu Gunnars Thoroddsen.

En manni finnst sárvanta heillega sögu þessa tímabils – ég er ekki frá því að í þeim sögubókum sem þó eru til falli þetta ástand sem einkenndi samfélagið upp úr og niður úr – flokksræðið, frændhyglin, helmingaskiptin, klíkuráðningarnar – alveg í skuggann á lýsingum á baráttunni um herstöðina í Keflavík.

En þeir Jón Múli og Jónas Árnasynir tóku semsagt á þessu í söngleiknum Deleríum búbónis. Og ekki sakar að þetta er líka eins konar jólaleikrit, gerist á heimili Ægis Ó. Ægis stórkaupmanns í Reykjavík á aðventunni snemma á sjötta áratugnum.

Jólavarningurinn sem er fluttur til landsins er seinn á leiðinni og því vill heildsalinn fresta jólunum.

Í leikritinu er flutt ágætt jólalag – sem menn tengja kannski ekki alltaf við jólin. Lagið er svona, en textinn lýsir ágætlega tíðarandanum á þessum árum:

Úti er alltaf að snjóa,
því komið er að jólunum,
og kólna fer í Pólunum.

En sussum og sussum og róa,
ekki gráta elskan mín,
þó þig vanti vítamín.

Ávexti eigum við nóga, –
handa litlu krökkunum,
sem kúra sig í bröggunum.

Þú færð í magann þinn mjóa
melónur og vínber fín.

Þótt kinnin þín litla sé kannski soldið
köld og blá,
áttu samt vini sem aldrei bregðast:
Af ávöxtunum skuluð þér nú þekkja þá.

Sussum og sussum og róa, –
ekki gráta elskan mín,
þó þig vanti vítamín.
Þú færð í magann þinn mjóa
melónur og vínber fín.

image001-1

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið