Eru jólakortin alveg búin að vera – og er það kannski Facebook sem endanlega gekk frá þeim?
Þeim hefur farið fækkandi ár frá ári.
Nú hafa einungis borist hingað í húsið tvö jólakort, annað til mín frá Skandinavíu, hitt til konunnar minnar frá Grikkjum sem við munum ekki hvar við höfum hitt.
Tek reyndar fram að ég sendi aldrei jólakort, hef stundum sent kveðjur í tölvupósti en ætla að láta það vera þetta árið. Æ það er ekkert sérstök stemming að fá jólakort í rafrænu formi.
Krúttlegt gamalt jólakort með mynd af Dómkirkjunni í Reykjavík. Það er fengið af vef Borgarskjalasafns.