Skrítin „frétt“ á forsíðu Séðs & heyrðs.
Þar segir að Steingrímur J. sverji af sér sögur um framhjáhald.
Ég hef verið að spyrja fólk í kringum mig hvort það hafi heyrt svona sögur – fæstir kannast við það.
En þetta er óvenjuleg blaðamennska.
Maður spyr sig hvort einhver sjái sér hag í því að koma slíku á flot.
En almennt séð kemur einkalíf fólks fjölmiðlum ekkert við, jafnvel þótt stjórnmálamenn eigi í hlut.