Það ætti kannski að skjóta upp flugeldum í dag.
Hinu fjarlæga verðbólgumarkmiði Seðlabankans hefur loks verið náð – í fyrsta sinn síðan 2004.
Það er aðalhlutverk Seðlabankans að reyna að sjá til þess að verðbólgan sé innan þessara marka.
En það hefur auðvitað mistekist hrapallega.
Hvað á svo að gera þegar þessi áfangi hefur náðst?
Ja, einn möguleikinn er að keyra vextina hressilega niður og opna bankana svo þeir fari að lána út fé á kjörum sem hæfa í kreppuástandi.