fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Sovét-Ísland, Hallgrímur P, Jón lögga og Lér konungur

Egill Helgason
Þriðjudaginn 21. desember 2010 17:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðasta Kiljan fyrir jól er á dagskrá annað kvöld.

Við förum á gömlu lögreglustöðina við Pósthússtræti með Jóni Péturssyni. Jón var lögreglumaður í Reykjavík um langt árabil, auk þess að vera þekktur íþróttamaður. Hann hefur skrifað ævisögu sína undir nafninu Jón lögga, en þar rifjar hann meðal annars upp árin á gömlu löggustöðinni, tíma Hafnarstrætisrónanna og bæjarbraginn upp úr miðri síðustu öld.

Steinunn Jóhannesdóttir segir frá bók sinni Heimanfylgju. Það er skáldsaga um uppvöxt Hallgríms Péturssonar skálds, og segir meðal annars frá tímanum þegar hann dvaldi á Hólum ásamt föður sínum. Pétri hringjara, en þeir voru bræðrasynir hann og sjálfur Guðbrandur biskup Þorláksson.

Þórarinn Eldjárn gerir grein fyrir nýrri þýðingu sinni á einu höfuðverki Shakespeares, Lé konungi. Það er jólaleikrit Þjóðleikhússins, en áður hafa Steingrímur Thorsteinsson og Helgi Hálfdanarson þýtt verkið.

Kolbrún og Páll Baldvin fjalla um Sovét-Ísland eftir Þór Whitehead, Útlaga eftir Sigurjón Magnússon og Tregðulögmálið eftir Yrsu Þöll Gylfadóttur.

En Bragi fjallar um merka menn sem höfðu aðsetur á Holdsveikraspítalanum í Laugarnesi.

hallgrimur_petursson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið