fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Dellukenning að norðan

Egill Helgason
Mánudaginn 20. desember 2010 21:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundum eru settar á flot kenningar sem eru svo mikið rugl að maður nennir varla að svara þeim. En svo getur maður ekki alveg látið vera.

Einni þeirra var varpað fram af háskólakennaranum Birgi Guðmundssyni á Akureyri eftir stjórnlagaþingskosningarnar í vetur.

Hún er sú að ég sé einhvers konar „konungur“ stjórnlagaþingsins, enda séu fulltrúarnir þar upp til hópa fólk sem hefur komið fram i Silfri Egils.

Ég sé að sjálfur Björn Bjarnason hefur tekið upp þessa kenningu – Björn er einatt á hnotskóg eftir svonalöguðu.

Kannski myndi það kitla hégómagirnd mína ef svo væri, en þó ekki.

Þetta á nefnilega ekki við nein rök að styðjast.

Af 25 þingfulltrúum telst mér til að 5 hafi komið fram í Silfri Egils árið fyrir þingið – semsagt frá  þvi snemma vetrar 2009 og fram í nóvember 2010.

Á hverjum vetri koma þetta 250  til 300 gestir í Silfrið.

Meðal þessara fimm eru Ómar Ragnarsson, Þorvaldur Gylfason og Þórhildur Þorleifsdóttir.

Það væri nú met ef ég færi að eigna mér þetta fólk – sem allt var þjóðþekkt löngu áður en ég fór að fjalla um pólitík og er áberandi víðs vegar í þjóðlífinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann