Lýðræðið er sums staðar brokkgengt í Austur-Evrópu, en einræðisfyrirkomulag er þó hvergi við lýði nema í Hvíta-Rússlandi þar sem Alexander Lúkashenko stjórnar með harðri hendi.
Eftir málamyndakosningar sem voru haldnar þar í blandi brutust út uppþot gegn Lúkashenko. Þeim var mætt með lögreglu- og hervaldi. Þessi ljósmynd sýnir ágætlega andrúmsloftið í landinu, lögregla stendur grá fyrir járnum framan við stjórnarbyggingar í Minsk en á stalli trónir sjálfur Lenín.