fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Merkileg yfirlýsing Ólafs Ragnars

Egill Helgason
Mánudaginn 20. desember 2010 13:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirlýsing Ólafs Ragnars um að hann muni ákveða hvort hann skrifar undir Icesavelögin í lok janúar er nýmæli.

Aldrei áður hefur forseti gefið í skyn að hann muni hugsanlega ekki samþykkja lög áður en Alþingi hefur svo mikið sem byrjað umræður um þau.

Í framhaldi af þessu getur maður spurt hvort ekki sé einfaldast fyrir Jóhönnu og Steingrím að fara á Bessastaði, ræða við Ólaf og spyrja hvað þurfi til að hann gefi samþykki sitt – eða hvaða líkur séu á því?

Hvað sem mönnum finnst, þá er ljóst að þetta er ný staða í íslenskri stjórnskipan. Ólafur höndlar embætti sitt með allt öðrum hætti en forverar hans. Þingræðið sem hefur verið meginreglan í stjornskipuninni fer minnkandi – en að sama skapi aukast völd þjóðhöfðingjans. Þetta hefur gerst fyrir rammleik Ólafs Ragnars sjálfs – og það er greinilegt að hann telur sig eiga að halda áfram á þeirri braut.

Það verður forvitnilegt að sjá hvernig stjórnlagaþing tekur á þessu, því þarna eru mál sem vissulega þarf að skýra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann