Það er verið að rifja upp þegar Jóhanna Sigurðardóttir gekk út af ríkisstjórnarfundi árið 1993 og sagðist vera óbundin af fjárlögum sem þá var unnið að.
Jóhanna var á þessum tíma félagsmálaráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks.
En þetta var í raun partur af lengri atburðarás. Á þessum tíma var samband Jóhönnu og Jóns Baldvins, formanns Alþýðuflokksins, í algjöru frosti.
Stuttu síðar bauð Jóhanna sig fram sem formaður gegn Jóni. Hún tapaði og sagði þá hin fleygu orð: „Minn tími mun koma.“
Svo klauf Jóhanna Alþýðuflokkinn og stofnaði Þjóðvaka.
Það er spurning hvort Lilja Mósesdóttir og félagar fari svipaða leið?