Á ensku er talað um guilty pleasures – það er eitthvað sem maður vill helst ekki kannast við að njóta.
Til dæmis tónlist – lög sem maður getur tæplega viðurkennt að maður hafi gaman af.
Ég játa til dæmis að þetta er eiginlega uppáhaldsjólalagið mitt.
Það má samt horfa framhjá myndbandinu, blásna hárinu, herðapúðunum og tilraunum George Michaels til að sýnast gagnkynheigður.
Vissuð þið annars að George Michael er af grísku bergi brotinn og heitir réttu nafni Georgios Kyriakos Panagiotou?
[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=E8gmARGvPlI]