Kóklestin svokölluð ók niður Skólavörðustíg og Bankastræti áðan.
Með tiheyrandi hávaða – og auðvitað var það lagið Jólahjól sem hljómaði.
Er kók jólalegt?
Nei, ætli það. En kók hefur slegið eign sinni á jólasveininn.
Á undan kóklestinni gekk hópur mótmælenda með spjöld þar sem stóð á:
„Kók er kúkur kapítalismans“.
Kári sonur minn var móðgaður vegna þessa, ekki fyrir hönd kóksins, heldur vegna þess að honum fannst þetta ákveðin vanvirðing við kókbílstjórana.
Upp úr þessu spunnust umræður þar sem ég skýrði út að þótt kók væri ágætur dykkur, þá væri hann líka tákn fyrir kapítalismann.
Og að kapítalisminn sé að mörgu leyti óréttlátur, en að önnur þjóðfélagskerfi sem hafa verið við lýði séu talsvert verri.