Það að samþykkja ekki fjárlagafrumvarp er ekki smá upphlaup hjá stjórnarþingmanni heldur meiriháttar uppreisn.
Því fjárlagafrumvarpið er grundvöllurinn sem allt hitt byggir á.
Það er alvarlegra mál fyrir ríkisstjórnina að þau Lilja, Atli og Ásmundur séu á móti fjárlagafrumvarpinu en að þau séu andsnúin Icesave-samningum eða ESB.
Er nema von að menn velti fyrir sér hvort Framsókn verði boðið í ríkisstjórnina á nýju ári?