fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Eyjan

Sigrún: Dekurrófur bankakerfisins

Egill Helgason
Miðvikudaginn 15. desember 2010 10:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigrún Davíðsdóttir flutti pistil í Speglinum í gær um Icelandic Group, glórulaust tap þess fyrirtækis á tíma Björgólfs Guðmundssonar, fyrirgreiðslu úr Landsbankanum, lífeyrissjóði og Existu – og dekurrófur bankakerfisins eins og Sigrún nefnir það. Í pistlinum segir meðal annars:

— — —

„Nýlega var Brynjólfur Bjarnason gerður að stjórnarformanni Icelandic. Eins og kunnugt er lét Brynjólfur nýlega af störfum sem forstjóri Skipta, lykilfyrirtækis í Existuveldinu. Í nauðasamningum Existu var Skipti talið einskis virði, félagið er þó enn til en skuldirnar námu í ársbyrjun 95 milljörðum króna.

Skipti komu við sögu í einni athyglisverðustu lánafléttunni rétt fyrir hrun þegar Landsbankinn lagfærði stöðu Fons með láni upp á 50 milljarða í Styttu, eignalausu skúffufélagi sem var stofnað sumarið 2008 til að taka við skuldum sem var ekki lengur hægt að hlaða á Fons. Skipti var eitt fimm félaga, öll tengd stærstu umsvifaaðlinum, sem Glitnir gekk frá ábyrgðaryfirlýsingum við í tengslum við Styttu-lán Landsbankans. Margir lífeyrissjóðir voru í miklu viðskiptum við Existu og tengd félög og þau viðskipti eiga þátt í tapi lífeyrissjóðanna.

Því heyrist stundum fleygt að það eigi ekki að dvelja við fornsögur úr viðskiptalífinu sem var heldur horfa fram á veginn. En það er ekki alveg svona einfalt. Fortíðin býr í félögum eins og Icelandic og enn frekar með nýja stjórnarformanninum. Með eign sinni í Icelandic eru lífeyrissjóðirnir sem eiga Framtakssjóðinn orðnir nátengdir fornsögunni um Icelandic. En sjálfir lífeyrissjóðsþegarnir eru þó ekki svo nátengdir Framtakssjóðnum að þeir geti auðveldlega haft þar áhrif.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann