Stundum verður maður steinhissa á hugmyndaflugi fólks.
Hvað það er til í að teygja sig langt til að verða sér úti um aur.
Til dæmis að gera menntun ungmenna að fjárplógsstarfsemi – það er einhvern veginn fyrir utan og ofan allt sem maður skilur.
En þetta er kannski í samræmi við annað sem hefur gengið á í þessu samfélagi þar sem menn skyldu græða á daginn og grilla á kvöldin – og reynt var að fara inn í alla sjóði og tæma þá.