Ekki grunaði mig þegar Julian Assange kom í Silfur Egils í fyrra að hann myndi verða einn umtalaðasti og hataðasti maður í heimi.
Málsóknin gegn h0num í Svíþjóð virðist vera tóm vitleysa. Það hefur verið talað um að hann sé ásakaður fyrir nauðgun – en í raun virðist þetta snúast um lauslæti. Að hann svaf hjá tveimur konum sem þekktust og notaði ekki smokk.
Það er rosalegt að heyra hvernig talað er um hann í Bandaríkjunum.
Sarah Palin segir að það eigi að koma fram við Assange eins og hann væri í al Queda, en Mick Huckabee og Newt Gingrich vilja að hann verði eltur uppi og drepinn.
Það þykir allt í lagi að tala opinberlega með þessum hætti í Bandaríkjunum. Það sýnir hversu grunnt er á ofbeldið í bandarísku samfélagi. Ofbeldi er viðurkennd leið til að leysa vandamál.