fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Eyjan

Stjórnarskrárnefndirnar sex

Egill Helgason
Sunnudaginn 28. nóvember 2010 18:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Af einhverjum ástæðum hefur lengi verið áhugi á að breyta stjórnarskránni. Til dæmis var skipuð sérstök nefnd til að undirbúa þetta verk árið 2005 – það var reyndar sjötta nefndin sem átti að vinna að breytingum á stjórnarskránni.

Fyrsta nefndin var skipuð 1942 og var undir forystu Gísla Sveinssonar. Hún lagði til breytingar sem þóttu nauðsynlegar á stjórnarskrá til að Ísland gæti orðið lýðveldi. Tólf manna endurskoðunarnefnd undir stjórn Sigurðar Eggertz var sett á laggirnar 1945. Hún var lögð niður 1947 þegar nefnd undir forystu Bjarna Benediktssonar tók við að rýna í stjórnarskrána.

Sú nefnd lauk ekki störfum og 1972 var enn reynt, þá var Hannibal Valdimarsson formaður nefndarinnar. Og svo var gerð enn ein atrenna 1978 í nefnd þar sem Gunnar Thoroddsen var í forsvari – Gunnar hafði einnig verið í nefndunum 1942 og 1972. Þessi fimmta nefnd átti að vinna að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar, en svo fór að hún var einkum að krukka í kosningakerfið, fyrst undir forystu Gunnars en síðar tók við Matthías Bjarnason.

Loks var síðasta nefndin skipuð árið 2005. Jón Kristjánsson var formaður hennar, en aðrir nefndarmenn voru: Bjarni Benediktsson, Birgir Ármannsson, Guðjón A. Kristjánsson, Össur Skarphéðinsson, Jónína Bjartmarz, Kristrún Heimisdóttir og Steingrímur J. Sigfússon.

Til aðstoðar var ráðgjafanefnd sem var skipuð Eiríki Tómassyni, Björgu Thorarensen, Kristjáni Andra Stefánssyni og Gunnari Helga Kristinssyni – þeim hinum sama og hefur verið í nöp við stjórnlagaþigið.

Semsagt nóg af lögfræðingum, en samt eiga þessar nefndir það sameiginlegt að hafa allar meira og minna heykst á verkefninu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?