Sagt er að WikiLeaks ætli að birta í kvöld svokölluð sendiráðsskjöl úr bandaríska utanríkisráðuneytinu. Þetta eru gögn sem meðal annars sýna hvenig bandarískir stjórnarerindrekar meta ráðamenn í öðrum löndum. Gæti gefið nokkuð einstaka innsýn inn í hugarheim stórveldisins.
Skjölin um stríðið í Afganistan og Írak voru fyrst og fremst dapurleg – en nú ber svo við að ýmislegt fyndið og fáránlegt gæti verið í þessum pappírum.
Þannig að maður getur hérumbil sagt að þetta lofi góðu.