Stundum hafa menn verið áhyggjufullir yfir kosningum á vetrum þegar allra veðra er von.
Nú er spáð köldu veðri og stillum. Það ætti ekki að trufla.
Þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave var um vetur, en annars man ég ekki eftir vetrarkosningum nema alþingiskosningunum 2-.3. desember 1979. Það voru líklega fyrstu kosningarnar þar sem ég hafði kosningarétt.
Svo er spurning hvað telst viðunnandi kjörsókn í kosningum sem þessum. Í Icesave atkvæðagreiðslunni var kjörsóknin 62,7 – er ekki hægt að segja að það sé lélegt ef miklu færri en það skila sér á kjörstað?