fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Eyjan

Fundur með Cameron

Egill Helgason
Fimmtudaginn 25. nóvember 2010 18:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er að mörgu leyti áhugaverð uppákoma að David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, vilji fara að funda með leiðtogum Norðurlandanna.

Er það vegna þess að Norðurlöndin hafa staðið kreppuna vel af sér? Mun betur en til dæmis Bretland og Írland – að undanskildu Íslandi.

Vilja Bretar fara að seilast enn til meiri áhrifa Skandinavíu – og þá til mótvægis við Þjóðverja sem þar hafa ítök í gegnum langa sögu samskipta. Þjóðverjar hafa líka farið vel í gegnum keppuna og áhrif þeirra eru að aukast fremur en hitt. Þýskaland er nátturlega hið raunverulega stórveldi í Evrópu – og í Evrópusambandinu.

Menningarlega eru Norðurlöndin hins vegar mjög á bresku yfirráðasvæði – svo mjög að varla er á það bætandi. Á Norðurlöndunum horfir fólk á enska boltann, hlustar á enska tónlist, horfir á enskt sjónvarpsefni.

En svo er reyndar hins að gæta að áhrif frá Bretlandi hafa ekki endilega verið til góðs, að minnsta kosti ekki viðskiptalífinu þar sem City í London er að sumu leyti eins og risastór aflandseyja fyrir peninga. Íslensku útrásarvíkingarnir leituðu til London og voru þar eins og fiskar í vatni.

Eða ætla Bretar að fara að læra af Norðurlöndunum um aðeins hófstilltari samfélagsgerð, svona rétt eins og hefur verið sagt að sé ekki vanþörf á hér á Íslandi?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“