Úr Kastljósi í gærkvöldi:
„Félag í eigu Jakobs Valgeirs Flosasonar sem oft er kenndur við Stím fékk nýverið fyrirgreiðslu hjá Landsbankanum til að kaupa kvóta fyrir um það bil einn milljarð króna. Þetta gerðist eftir að tugmilljarða skuldir höfðu verið afskrifaðar hjá Glitni og Gamla-Landsbankanum vegna félaga í hans eigu. Landsbankanum finnst ekkert athugavert við að lána Jakobi Valgeir til kaupanna enda séu skuldir hans og afskriftir í Gamla-Landsbankanum. Helgi Seljan og Jón Egill Bergþórsson skoðuðu þessi mál.“
Horfið á þáttinn með því að smella hérna.