Það væri gaman að yfirtaka pizzusjoppu með áhvílandi skuldir upp á tvo milljarða.
Hvað ætli maður þurfi að selja mikið af pizzum til að standa undir því?
Ætli dugi að selja allri íslensku þjóðinni pizzu?
Varla.
Það eru ótrúlegar sögur sem maður heyrir af því hvernig tókst að skuldsetja fyrirtæki á árunum fyrir hrun.
Eiginlega furðulegt hvað sumir virðast hafa gengið markvisst að verki í að eyðileggja fyrirtæki.
Og svo er spurningin – í hvað fór allt þetta lánsfé. Hverjir nutu góðs af því – og til hvers?