fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Eyjan

Ekki svo erfitt

Egill Helgason
Sunnudaginn 21. nóvember 2010 22:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Helgi Kristinsson prófessor kom í fréttir til að útlista hvað það væri ægilega vandasamt að kjósa til stjórnlagaþings.

En í Silfrinu í dag var fólk sem var á öðru máli.

Fjalar Sigurðarson og Guðrún Pétursdóttir töluðu um hvað þetta er einfalt.

Maður þarf nefnilega ekki að kjósa nema einn frambjóðanda eða tvo eða þrjá, en maður má kjósa tuttugu og fimm.

Ok, maður þarf að nótera hjá sér einkennistölur frambjóðendanna sem maður kýs – en það er fjandakornið ekki svo flókið.

Kerfið sem verður notað er hannað í þeim tilgangi að hvert atkvæði nýtist sem best. Ef það nýtist ekki efsta manni nýtist það þeim sem næst kemur og svo koll af kolli.

En kjósendur þurfa auðvitað ekki kunna skil á því, ekki fremur en þeir kunna að reikna út hvernig atkvæði dreifast á bak við frambjóðendur í alþingiskosningum. Það er ekki tali forsenda til að kjósa til þings að menn skilji hvenig „flakkarinn“ virkar.

Fjalar kom með athyglisverðan punkt í þættinum.

Stjórnmálaflokkarnir eyða líklega um fimm hundruð milljón krónum á kosningaári. Þeir fá stórar fjárhæðir frá ríkinu og svo verða þeir sé úti um fé frá fyrirtækjum. Það fer ekki framhjá neinum þegar verið er að spandera þessum peningum í  auglýsingar.

Þegar á í hlut stjórnlagaþing þar sem 521 manns eru í framboði er ástandið annað. Það er erfitt fyrir fjölmiðlana að tækla þetta. Það er ekki hægt að bjóða upp á staðlaðar umræður með flokksformönnum. En það er ekki þar með sagt að þetta sé óyfirstíganlegt verkefni – eða getum við ekki ráðið við að kjósa nema eftir forskrift stjórnmálaflokkanna? Ef svo er – eigum við þá nokkuð betra skilið en hið gelda flokkakarp?

Það er heldur ekki víst flokkarnir  að þeir fylgi því sem þeir segist ætla að gera þegar kosningum er lokið – oft gera þeir eitthvað þveröfugt. Og ekki er eins og við þekkju alltaf nöfn frambjóðendanna – hvað þá innstu sálarkima þeirra.

Það sem kemur upp úr kössunum í þingkosningum getur verið alveg jafn ófyrirséð og það sem kemur upp út þeim þegar búið verður að telja atkvæðin í kosningunum á laugardag. Eða lofaði einhver stjórnmálaflokkur því að afhenda bönkum öll völd á Íslandi og láta ríkið svo hrynja í kjölfarið?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“