fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Eyjan

Netið, upplýsingarnar og óhroðinn

Egill Helgason
Sunnudaginn 21. nóvember 2010 00:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er að sumu leyti erfitt að vera stjórnmálamaður á tíma internets, bloggs og stöðugra spjallþátta í sjónvarpi.

Það er auðvelt að missa einbeitinguna þegar mestur hávaðinn er í nýmiðlunum, fara á taugum – vera eins og lauf í vindi.

Stjórnmálamenn höfðu vissulega meiri frið þegar samskiptin voru ekki svona almenn og ekki svona hröð. Nú geta allir verið með, allir hafa sína rödd, einokun á upplýsingum heyrir sögunni til. Það þarf enginn lengur að fara á ritstjórnarskrifstofur manna eins og Matthíasar og Styrmis til að fá að vera gjaldgengur í umræðunni.

En það þýðir samt ekki að sakna þeirra tíma þegar menn biðu eftir bréfum sem bárust með skipi frá kansellíinu í Kaupmannahöfn. Þeir tímar koma ekki aftur.

Internetið og bloggið og spjallþættirnir eru veruleiki sem mun ekki breytast. Þetta er heldur ekki bara raunin hér, í Bandaríkjunum hefur þingmaðurinn Jay Rockefeller til dæmis vakið athygli fyrir að segja að internetið sé þjóðarvá númer eitt.

Því er heldur ekki hægt að neita að veruleikinn sem birtist manni á netinu er oft býsna brotakenndur , það er glundroðakennt eins og heimurinn sjálfur.

En þetta hefur líka sínar góðu hliðar. Það er auðveldara að koma upplýsingum á framfæri, erfiðara að stunda leynimakk og komast upp með spillingu. Það er erfiðara að segja fólki að það sé af góðsemi eða vegna gereyðingarvopna að ráðist var inn í Írak eða að það sé vit í efnahagskerfi heimsins. Ógnarstjórnir eins og í Kína og Norður-Kóreu takmarka aðgang þegnanna að internetinu. Gamlar valdamiðstöðvar eins og kirkjan eiga í vök að verjast á netinu.

Eftir hrunið á Íslandi var umræðan á internetinu lifandi og kvik, gömlu prentmiðlarnir sátu eftir – það verður varla séð að þeir hafi mikið fram að færa umfram það sem er að finna á netinu. Upplýsingastraumurinn um athæfi hrunverja í fjármálastofnunum og stjórnkerfinu var ekki síst í gegnum netið. Þegar hrunkvöðlar reyndu að ljúga sig út úr flækjunum voru þeir samstundis reknir á gat á netinu.

Bloggið og Facebook gerir mann stundum þunglyndan eins og Sölvi talar um, og það er auðvitað dálítið lýjandi hvað það er mikið af skoðunum út um allt á netinu og lítið af beinhörðum upplýsingum í hlutfalli við þær. En þá getur maður spurt á móti hversu mikið af upplýsingunum sem maður fær í hefðbundnum miðlum séu trúverðugar og hversu mikið sé áróður, misjafnlega vel dulbúinn – og hvort ástandið á netinu sé eitthvað óheilbrigðara en til dæmis á blöðunum þar sem peningaöflin hafa sín sterku áhrif.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“