fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Eyjan

Ibsen og Baltasar

Egill Helgason
Laugardaginn 20. nóvember 2010 11:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjóðleikhús Noregs stendur á fallegum stað í miðborg Osló, á milli konungshallarinnar og Stórþingsins, Karls Jóhannsgötu og Stórþingsgötu. Þetta er helsta musteri Ibsens í veröldinni, svo það er mikill heiður fyrir Baltasar Komák að leikstýra sjálfri Villiöndinni þar. Ibsen hefur verið leikinn ótal sinnum þarna á fjölunum – og andi hans lifir í húsinu.

Þegar ég var strákur fékk ég mikla dellu fyrir Ibsen. Það var kannski ekki af annarri ástæðu en að heildarsafn leikrita hans var til upp í hillu heima. Ég fór að lesa mig í gegnum þetta og var svo áhugasamur að þegar ég var 18 ára gerði ég mér sérstaka ferð til Osló á slóðir Ibsens. Sat á veitingahúsinu á Grand hótelinu þar sem hann kom á hverjum degi, fór á Þjóðbókasafnið og las mér til um Ibsen og sótti svo leiksýningar í Þjóðleikhúsinu um kvöldið.

Man að ég sá leikrit sem heitir Fruen fra havet og hins vegar Gengangere. Hið fyrra er frá síðasta skeiði Ibsens þar sem symbólismi er orðinn áberandi í verkum hans – það er sjaldan leikið – sem nefnist Afturgöngur á íslensku fjallar á nístandi hátt um hræsni borgaranna. Það vakti mikla hneykslun á sínum tíma.

Fyrir mér hefur Ibsen alltaf verið hinn dverghagi smiður. Bygging leikrita hans er ótrúlega nákvæm, hvernig persónurnar eru afhjúpaðar í gegnum orð sín. Það verður ekki betur gert. Fyrir leikritaskáld hlýtur að vera skóli að rýna í verk Ibsens, en um leið er hætt við að menn finni til smæðar sinnar gagnvart slíku trölli.

Á seinni hluta æviskeiðs síns ímynda ég mér líka að hann hafi verið eins og einhver tegund af trölli – þar sem hann gekk inn á Grand með pípuhattinn, þykka bartana og lonníetturnar.

538

Fræg veggmynd á Grand Café í Osló. Í horninu sést Ibsen ganga inn á staðinn eins og hann gerði á hverjum degi. Á myndinni má líka greina Edward Munch. Norðmenn voru ekki snauðir af miklum listamönnum á þessum tíma, þeir áttu líka Grieg, Björnsterne Björnson og nokkru síðar Hamsun.

OsloNationalTeatret

Þjóðleikhúsið í Osló. Það var opnað 1899 en rekur sögu sína aftur til Kristíaníuleikhússins sem var stofnað 1829.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“