fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Eyjan

Að halda greiðsluviljanum

Egill Helgason
Föstudaginn 19. nóvember 2010 09:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er komið í tísku að tala illa um Hagsmunasamtök heimilanna og aðra sem berjast fyrir skuldaleiðréttingu. Endalaust hljómar söngurinn að þetta sé óráðsíufólk sem geti ekki staðið skil á ruglinu sem það kom sér sjálft í.

Í nýrri lífskjararannsókn Hagstofunnar segir að nálega helmingur heimila hafi átt erfitt með að ná endum saman á árinu.

Það er ýmislegt sem hefur kollvarpað fjárhagsstöðu heimilanna. Hjá þeim sem skulda húsnæðislán eru þau stærsti þátturinn, hvort sem þau eru verðtryggð eða gengisbundin. Hækkanirnar eru upp á tugi prósenta.

Það munar um minna á tíma þegar laun lækka, yfirvinna dregst saman, atvinnuleysi herjar á, skattarnir hækka, gjaldmiðillinn er hruninn – jú, það er ekki ofmælt hvað allt hefur hækkað í þessu landi!

Margir eru að lenda í vanskilum – en svo eru það hinir sem eru að glíma við fyrirbærið sem nefnist „greiðsluvilji“.

Þetta er eitthvert ógeðslegasta hugtak í íslenskri tungu. Það er talað um að halda greiðsluviljanum, að hafa fólk á einhverjum mörkum svo það hætti ekki að borga – þannig að hér myndist ekki ástand eins og lýst var í ítalska leikritinu Við borgum ekki.

Á sama tíma er verið að endurreisa gömlu bankana sem stýrðu þjóðinni í hrun í nánast óbreyttri mynd. Þetta er mjög furðulegt. Enginn sér að sé þörf á þessu bankabákni.

En bankarnir hafa kastað syndunum á bak við sig – maður er fullvissaður um að þetta séu ekki sömu bankar og voru fyrir hrun þótt sama fólkið starfi í sama húsnæði.

Það má spyrja hvaða réttlæti er í þessu. Stór hluti þeirra sem eiga erfitt með að ná endum saman er ekki óráðsíufólk. Það lenti einfaldlega í því að efnahagslegar forsendur fyrir tilveru þess gjörbreyttust á skammri stundu.

Það situr uppi með skellinn, hjá mörgum er skuldirnar komnar langt fram yfir verðið á húsnæðinu,  og það sér ekki fram á annað en að strita við að borga fram yfir gröf og dauða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“