Vilhjálmur Bjarnason lýsir því hvernig Íbúðalánasjóður lánaði bönkunum peninga til að áframlána til húsnæðiskaupenda. Vilhjálmur segir að stjórnendur Íbúðalánasjóðs og starfsmenn hafi tekið fram fyrir hendurnar á Alþingi og ætlað að breyta bankanum í „heildsölubanka“. Þetta sé ein af ástæðum þess að Íbúðalánasjóður er nú tæknilega gjaldþrota og þarf 40 milljarða innspýtingu frá ríkinu.
Í þessari frétt Morgunblaðsins frá 14. mars 2006 segir frá því að Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætirsáðherra, sé að flýta hugsanlegri breytingu Íbúðalánasjóðs í heildsölubanka. Þannig að það verði hlutverk sjóðsins að lána bönkunum sem síðan sjái um hina eiginlegu lánastarfsemi til almennings.
Úr þessu varð ekki – það fór að halla undan fæti í íslensku efnahagslífi – en það er athyglisvert að skoða líka hvernig Halldór Ásgrímsson mærir íslensku bankana og Fjármálaeftirlitið á þessum tíma.