fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Eyjan

Icesaveaðventan

Egill Helgason
Miðvikudaginn 17. nóvember 2010 19:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er spurning hvort verður hægt að hita Icesave aftur upp sem deiluefni. Einhver orðaði það þannig að nú væri enn ein Icesaveaðventan í uppsiglingu.

Ef það er eitthvað hæft í samningsdrögunum sem hafa lekið út er ljóst að kostnaðurinn sem fellur á Íslendinga er miklu minni en hefði getað orðið.

Og sagt að þetta verði hægt að borga úr sjóðum hins fallna Landsbanka.

Auðvitað hefur þetta ekki fengist staðfest, svo allur er varinn góður, en þetta hlýtur að teljast talsverður sigur fyrir þá sem vildu fara sér hægt í málinu og sættu sig ekki við tvo fyrri samninga.

Kannski er þetta mál svo pólitískt að einhver vill fá tækifæri til að lýsa yfir sigri. Það verða tæplega Jóhanna og Steingrímur sem geta það.

En svo er auðvitað spurning hvort einhverjum þyki ekki nóg að gert, þoli enga eftirgjöf í málinu – vilji alls ekki borga neitt.

Þá annað hvort vegna þess prinsíps að Íslendingar eigi ekki að setja krónu í þetta – sem má vel virða –  eða vegna þess að Icesave er þægilegur lurkur til að berja ríkisstjórnina með.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“