Í Kiljunni á annað kvöld verður fjallað um nýútkomnar bækur.
Pétur Gunnarsson kemur í þáttinn og ræðir um nýtt ritgerðasafn sitt sem ber heitið Péturspostilla.
Breski rithöfundurinn Michael Ridpath, hefur skrifað spennubók sem gerist á Íslandi og nefnist Hringnum lokað. Bókin hefur fengið lofsamleg ummæli á Amazon. Ridpath skrifar um lögreglumann sem er af íslenskum ættum en söguþráðurinn snýst meðal annars um týnda Íslendingasögu. Ridpath vinnur nú að samningu annarar bókar sem gerist líka á Íslandi. Hann verður gestur í þættinum.
Sigurjón Magnússon segir frá nýrri skáldsögu eftir sig sem nefnist Útlagar. Bókin gerist á Íslandi og í Austur-Þýskalandi á tíma kalda stríðsins og fjallar meðal annars um íslenska stúdenta sem fara til náms í sæluríki sósíalismans og komast að því ekki er allt sem sýnist.
Gerður Kristný flytur ljóð úr bók sinni Blóðhófnir.
Bragi er á sínum stað en Hrafn Jökulsson og Þorgerður E Sigurðardóttir fjalla um skáldsögurnar Furðustrandir eftir Arnald Indriðason, Ljósu eftir Kristínu Steinsdóttur og Svar við bréfi Helgu eftir Bergsvein Birgisson.