fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Heimkynni Ingólfs

Egill Helgason
Laugardaginn 13. nóvember 2010 16:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Rivedal í Dalsfjord í Noregi er stytta af Ingólfi Arnarsyni. Þett er reyndar sama styttan og á Arnarhóli –  eftir Einar Jónsson.

Ingólfur flúði til Íslands ásamt fóstbróður sínum Hjörleifi eftir að hafa verið gerður útlægur vegna manndrápa.

Þeir komu til Íslands í kringum 870. Ingólfur var fyrsta árið við Ingólfshöfða er sagt, en setti svo öndvegissúlur fyrir borð og þær rak til Reykjavíkur.

Reyndar virðist nokkuð óhugsandi að súlurnar hafi rekið þessa leið.

Hjörleifur var hins vegar drepinn af þrælum Þeir flúðu til Vestmannaeyja eftir drápið, en Ingólfur elti þá uppi og drap. Þrælarnir voru frá Bretlandseyjum og því heita eyjarnar Vestmannaeyjar.

Hefðu þrælarnir drepið Ingólf en ekki Hjörleif, færum við kannski á Hjörleifstorg, í Hjörleifskaffi og að styttunni að Hjörleifi.

Þetta stendur í Landnámu, en kannski eru þetta tómar sögusagnir. Það getur vel verið að Ingólfur hafi ekki verið til eins og lesa má hér

En þeir eru sniðugir karlarnir í afdalnum í Noregi sem bjóða Íslendingum að koma aftur heim.

-2

Styttan af Ingólfi Arnarsyni í Rivedal í Dalsfirði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“