Michel Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, talaði um að ef Íslendingar færu inn í Evrópusambandið ætti það að vera vegna langtímahagsmuna, ekki vafasams stundargróða. Hann sagði að við ættum að horfa áratugi fram í tímann og reyna að spá í hver yrði staða Íslands þá. Skoða málin út frá þróun í alþjóðapólitík.
Ögmundur Jónasson virðist vera sammála Rocard, hann segir að við eigum ekki að sækjast eftir stundarávinningi innan ESB.
En hann vill klára aðildarviðræðum á stuttum tíma, tveimur mánuðum helst.
Það er ekki langur umþenkingartími – og í rauninni er óþekkt að samningar ríkis við Evrópusambandsins séu gerðir á svo stuttum tíma.
Svíþjóð sótti til dæmis um aðild að ESB í júní 1991, samningaviðræður hófust í febrúar 1993 og svo var það í byrjun árs 1995 að landið varð aðili að ESB. Það þóttu auðveldar samingaviðræður, Svíþjóð féll vel að ESB á flestum sviðum.
Það eru engar líkur á að ESB taki í mál að samningar séu kláraðir á eins stuttum tíma og Ögmundur talar um – og því er hann í raun að leggja til að umsóknarferlið verði stöðvað.
Eða hvað?