fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Guðni Th: Spillt kerfi

Egill Helgason
Laugardaginn 13. nóvember 2010 12:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær skrifaði ég lítinn pistil um tímann þegar flokksveldið ríkti ofar öllu á Íslandi. Ég talaði um að þetta væri tímabil sem þyrfti að rannsaka miklu betur, í raun þyrfti að skrifa heillega sögu áranna frá því fyrir stríð og fram til vorra daga með flokksræðið sem aðal viðfangsefnið. Svo opna ég Fréttablaðið í morgun og þar sé ég að Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur er að tala um svipaða hluti.

Guðni er búinn að senda frá sér ævisögu Gunnars Thoroddsen, þessa heilland breyska stjórnmálamanns sem varð þingmaður kornungur, borgarstjóri í Reykjavík, fjármálaráðherra, hæstaréttardómari og sendiherra, forsetaframbjóðandi, og loks forsætisráðherra eftir að hann klauf Sjálfstæðisflokkinn.

Guðni segir í viðtalinu:

„Á þessum tíma var vð lýði kerfi þar sem flokksræðið er geysisterkt. Efnahagurinn var bundinn í viðjar alls kyns hafta og fyrirgreiðslu og menn í áhrifastöðu í stjórnmálum voru handhafar mikils valds. Þetta sýndi sig í því að flokkarnir hygluðu sínum mnnum og það var beinlínis ætlast til þess. Stjórnmálamenn fengu ábendingar um að þessi flokksmaður væri að leita að íbúð eða þennan vantaði vinnu og greiddu götu þeirra. Það má auðvitað ekki mála þetta tímabil of svörtum litum, velmegun jókst jú yfir heildina, en til að verða sé rúti um lán til að geta byggt sér stærra húsnæði, svo dæmi sé tekið, þurftu menn að tala við bankastjóra í réttum flokki. Svona virkaði þetta bara. Gunnar var hvorki betri né verri en aðrir stjórnmálamenn að þessu leyti; hann var hluti af þessu kerfi og stórt tannhjól í því lengi vel.

Ég held að það sé bráðnauðsynlegt núna, þegar þjóðin er í þessu mikla uppgjöri eftir hrun, að líta lengra til baka en til allra síðustu ára. Ef markmiðið er – sem það hlýtur að vera – að búa til betra samfélag en þetta ofboðslega neyslu- og gróðasamfélag sem var hér síðustu árin, þá erekki góða fyrirmynd að finna í áratugunum eftir stríð og fram til hruns. Mönnum hættir stundum til að sjá þau ár í einhverjum ljóma en þetta var samfélag þar sem flokkarnir og stjórnmálamennirnir réðu alltof miklu og fyrirgreiðslupólitíkin var allsráðandi. Það er engin eftirsjá að þessu spillta kerfi og margt sem á eftir að koma í ljós ef við berum gæfu til að gefa þessari sögu betri gaum og kafa dýpra ofan í hana.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“