Í síðustu grein skrifaði ég um þann sið á Englandi að setja lítil blóm í jakkaboðunginn til að minnast fallinna í fyrri heimstyrjöld.
Blómin eru af þeirri tegund sem heitir poppies á ensku – er það ekki tegund af valmúa? Um þau er sagt í einu frægasta ljóði úr stríðinu mikla sem fer hér á eftir.
Það er eftir fallinn kanadískan hermann sem hét John McCrae, en það birtist ekki á prenti fyrr en eftir vinur hans fann það í minnisbók McCraes.
Svo var mér bent á söng sem lýsir hryllingi og tilgangsleysi heimstyrjaldarinnar vel. Lagið heitir the Green Fields of France og er eftir Eric Bogle sem er Ástralíumaður af skoskum ættum. Mikill fjöldi Ástralíumanna barðist einmitt í stríðinu í Evrópu – eins fráleitt og það virðist. Lagið er sungið af írsku hljómsveitinni The Fureys – og þá rifjaðist reyndar upp fyrir mér að ég sá þessa hljómsveit spila á Írlandi fyrir löngu síðan.
Höfundur lagsins ímyndar sér að hann sé við gröf Willies McBride, ungs hermanns sem féll 1916, aðeins 19 ára að aldri. Lagið er samið 1976, svo Willie McBride hefði hæglega getað verið á lífi þá ef hann hefði ekki verið drepinn í stríðinu.
[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=wN-NIHbfJ1k&feature=related]