fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Hrikalegur ójöfnuður

Egill Helgason
Miðvikudaginn 10. nóvember 2010 04:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íris Erlingsdóttir skrifar grein um ójöfnuð í Bandaríkjunum á blogg sitt. Hún endursegir hluta úr grein eftir frægan blaðamann og bókarhöfund, Nicholas Kristof. Það er furðulegt að i raun virðist ekkert af stærri stjórnmálaöflunum í Bandaríkjunum hafa alvöru hug á að breyta þessu.

— — —

„Starfs míns vegna ferðast ég reglulega til bananalýðvelda sem eru alræmd fyrir ójöfnuð. Í sumum þessara auðvaldsræða gleypir ríkasta 1% þjóðarinnar 20% af þjóðarkökunni.

En gettu hvað? Nú þarf maður ekki lengur að ferðast til fjarlægra, hættulegra landa til að virða fyrir sér  ójöfnuð af slíkri stærðargráðu. Við höfum hann hér heima! Og nú í kjölfar kosninganna sl. þriðjudag er allt útlit fyrir að ójöfnuðurinn versni.

Ríkasta 1% Ameríkana hirðir nú 25% af þjóðartekjunum, 9% meira en árið 1976. Bandaríkin búa nú við meiri  ójöfnuð en hefðbundin bananalýðveldi eins og Nicaragua, Venezuela og Guyana.

Forstjórar stærstu bandarísku fyrirtækjanna höfðu árið 1980 42 sinnum hærri laun en meðal launþegi,  en 531 sinnum hærri árið 2001. Kannski er þetta það ótrúlegasta:  Meira en 80% allrar þeirrar tekjuaukningar sem varð í landinu á bilinu 1980 – 2005 fór til ríkasta 1% af þjóðinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“