Þetta var áhugavert viðtal í Kastljósi áðan.
Brynja spurði nokkuð fast og Jón svaraði.
Eitt er öruggt að hann lætur ekki eins og hefðbundinn stjórnmálamaður sem þykist hafa svör við öllum spurningum eða vandamálum.
Vissulega getur verið svolítið neyðarlegt að hlusta á hann stundum, en svo spyr maður: Er eitthvað betra að hlusta á stjórmálamennina með sinn vélræna talanda?
Og enn er ekki kominn sá dagur að hann hafi farið sérlega illa að ráði sínu sem borgarstjóri – hvað svo sem síðar verður.
En reyndar er þar ekki úr háum söðli að detta eftir langt tímabil upplausnar þegar hver borgarstjórinn kom á fætur öðrum, hér voru gerð margvísleg mistök í skipulagsmálum og Orkuveitu Reykjavíkur var komið á heljarþröm.