fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Millistétt og alþýða

Egill Helgason
Mánudaginn 8. nóvember 2010 17:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta eru hugtök sem eru mjög á reiki.

Það er mikið talað um millistétt þessa dagana. Eitt er víst að margir vilja vera millistétt sem eru það ekki í rauninni.

Er það til dæmis millistéttarmaður sem má ekki missa úr tvenn eða þrenn mánaðarlaun án þess að vera kominn á vonarvöl?

Eins og ég hef skilið hugtakið allt mitt líf hef ég kannski rétt náð því að vera lægri millistétt – en hugsanlega hefur merking orðsins verið að breytast.

Njörður P. Njarðvík auglýsir eftir orðinu „alþýða“. Það er eins og það megi ekki nota það lengur – kannski vill enginn tilheyra alþýðunni?

Í byltingarfræðum er talað um lumpenproletariat – merking þess er líka óræð – en það getur þýtt þann sem dettur niður um stétt, hvort sem það er fyrir eigin tilstilli eða vegna utanaðkomandi aðstæðna. Marx sagði reyndar að þetta væri sá hluti öreigastéttarinnar sem myndi aldrei öðlast stéttarvitund.

Trotský skrifar um valdarán Mussolinis á Ítalíu, tilvitnunin er á ensku – af Wikipediu:

„Through the fascist agency, capitalism sets in motion the masses of the crazed petty bourgeoisie and the bands of declassed and demoralized lumpenproletariat — all the countless human beings whom finance capital itself has brought to desperation and frenzy.

MrMicawber

Herra Micawber í David Copperfield eftir Dickens er frægt dæmi um mann sem vill lifa umfram stéttarstöðu sína. Hann þráir að taka þátt í lífi millistéttarinnar en það eina sem hann hefur upp úr því er skuldabasl. Leikarinn W.C. Fields var stórkostlegur í hlutverki Micawbers í klassískri kvikmynd frá 1935.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“