Þátttakandi á Þjóðfundinum um helgina sendi þessar línur.
— — —
Núna er Þjóðfundurinn að byrja að kikka inní umræðuna, ég sjálfur var þátttakndi og verð að tjá ánægju mína með þetta.
Þetta er mjög lýðræðislegt og gott fyrirkomulag, þarna mætti þverskurður þjóðarinnar til að ræða grundvallaratriðin.
Þarna var allt annað munstur heldur en við sjáum á t.d. fundum flokka og verkalýðs sem hafa svo mikið ráðið ferð okkar.
Það var mjög mikil jákvæðni og bjartsýni ríkjandi.
Þetta gefur manni sannarlega von um að við getum losnað úr böndum stjórnmálaflokkanna og hafið enduruppbyggingu.
Þarna var ekki hægt að smala saman já-fólki eða hagsmunaöflum. Þannig að umræðan og niðurstöður eru mjög athyglisverðar.
Þetta er hin sanna rödd Þjóðarinnar!
Mig langar að benda á eitt atriði sem ég ræddi í mínum hóp og fékk góða og jákvæða umræðu.
Það er að takmarka þann tíma sem fólk getur setið á Alþingi!
Ég nefni 2 kjörtímabil og e.t.v. 3 kjörtímabil fyrir flokksformenn og þingflokksformenn.
Með því munum við losa okkur við flokksræðið, við munum losna við stjórnmálamenn sem horfa á þetta sem lífstíðarstarf.
Fólk mun setjast á Alþingi til að vinna tímabundið og ekki vera eins bundið af því að hugsa um hvað muni tryggja þeirra frama til lengri tíma.
Í þessu ljósi mætti hugsa sér að fækka þingmönnum og jafnvel hækka laun þeirra til að gera þetta eftirsóknarverðara.
Annars voru margir mjög góðir punktar sem komu útúr þessu sem verður að fylgja vel eftir.
Ég velti því fyrir mér hvort ekki sé hægt að nýta þetta fyrirkomulag meira.
T.d. mætti hugsa sér svona fund haustið fyrir næstu Alþingiskostningar, til leiðbeiningar fyrir flokkana.