fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Sigrún: Fasteignum mjatlað út á markaðinn

Egill Helgason
Sunnudaginn 7. nóvember 2010 10:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigrún Davíðsdóttir flutti pistil í Speglinum fyrir helgina þar sem hún fjallaði um frosinn fasteignamarkað í Bandaríkjunum og á Íslandi. Pistilinn má lesa í heild sinni hérna, en niðurlag hans hljómar svo:

— — —

„Nýlega fréttist að Félag fasteignasala og stórfasteignaeigandinn bankarnir hefðu samið um að mjatla fasteignum á markaðinn. Það er gott og blessað en það segir sig eiginlega sjálft að annað gengur ekki. Ýmsir viðmælendur Spegilsins hafa bent á að íslenski fasteignamarkaðurinn sé botnfrosinn því fólk trúi því ekki að botninum sé náð. Það voru þó fleiri sölusamningar gerðir í Reykjavík í haust en undanfarið svo kannski er eitthvað að glæðast.

Ef Íbúðalánasjóður væri ekki svona illa stæður mætti hugsa sér að sjóðurinn keypti eignir í stórum stíl, losaði kúfinn af markaðnum og byggi til leigumarkað úr þessum eignum. Og ef ekki væru gjaldeyrishöft vildu erlendir aðilar hugsanlega kaupa íslenskar fasteignir.

Það er ekkert sem heitir rétt fasteignaverð, bara verð sem menn vilja borga. Mjatlið dugir ekki til, aðeins sannfærandi verðlækkun svo kúrvan geti aftur tekið stefnuna upp á við, seljendur farið að selja og kaupendur að kaupa. Í Bandaríkjunum getur verð lækkað hratt en það réttir sig líka hratt við. En snögg leiðrétting gerist ekki nema að stórfasteignaeigandinn bankarnir sætti sig við að verðið lækki. Þeir verða að afskrifa. Og það kostar. En það kostar kannski enn meir að bíða og vona því á meðan er fasteignamarkaðurinn eins og helvíti Dantes, ekkert líf en heldur ekki dauði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“