Færeyski stjórnmálamaðurinn Högni Hoydal verður gestur í Silfri Egils á sunnudaginn. Högni er formaður Þjóðveldisflokksins sem er stærsti flokkur Færeyja, hann er þingmaður og var um tíma utanríkisráðherra. Högni ræðir meðal annars um Evrópusambandið, samstarf ríkja við Norður-Atlandshaf, sjálfstæðismál í Færeyjum og auðlindamál.
Meðal annarra gesta í þættinum verður kanadískur fræðimaður, Daniel Chartier, en hann ef höfundur bókar sem nefnist The End of Iceland´s Innocence. Hún er greining á því hvernig fjallað var um íslenska hrunið í erlendum fjölmiðlum.