Ég sá að Hermann Stefánsson rithöfundur benti á það á Facebook að hugmyndir um norrænt sambandsríki væru ekki nýjar af nálinni.
Það er vissulega rétt, á nítjándu öld var til hreyfing sem kölluð var pan-skandínavisminn. En maður hefði ekki getað trúað því á tíma síðasta góðæris að dustað yrði rykið af þessum hugmyndum.
Þess má geta að síðarmeir var Gunnar Gunnarsson hrifinn af þessum hugmyndum, eins og Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur hefur fjallað um.
Svona leit skandinavisminn út í augum myndahöfundar á nítjándu öld. Hermenn frá Svíþjóð, Danmörku og Noregi taka saman höndum – Finnar og Íslendingar eru ekki með.