Það er spurning hvort Jóhanna getur andað léttar.
Mótmælin í dag voru fámenn og dauf. Þau lognuðust út af síðdegis og nú eru bara fáir tunnuslagarar á Austurvelli.
Frétt Stöðvar 2 af mótmælunum fjallaði um hvort það væri ekki vont fyrir heyrnina að slá svona á tunnu.
Það gæti orðið erfitt að ná einhverjum upptakti í mótmæli eftir þetta, en maður veit auðvitað aldrei.