Traustið á stjórnmálunum og Alþingi er í algjöru lágmarki. Það verður vart séð að þetta lagist í bráð.
Getur þá verið að vit sé í hugmynd Bjarna Benediktssonar um að setja hér á laggirnar tímabundna þjóðstjórn þar sem flokkarnir yrðu að gjöra svo vel að vinna saman?
Er það tilraunarinnar virði – svo hugsanlega megi endurreisa hér traust og samstöðu?