fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Pompei

Egill Helgason
Mánudaginn 1. nóvember 2010 15:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Robert Harris er einn áhugaverðasti spennubókahöfundur samtímans – og hann hefur líka teygt sig út fyrir svið spennusagnanna. Síðustu árin hefur hann fært sig inn í hinn heillandi heim Rómverjasögunnar.

Harris sló í gegn þegar hann skrifaði bókina Fatherland, hún gerðist í Þýskalandi nasismans árið 1965 – höfundurinn gaf sér þá forsendu að Hitler hefði unnið stríðið og morðin á gyðingum hefðu verið þöguð í hel.

Hann skrifaði bók sem hét Enigma og fjallaði um fræga dulmálsvél Þjóðverja í stríðinu, Arkangelsk fjallaði um endurkomu Stalíns í Rússlandi, Ghost er bók sem byggir að nokkru leyti á Tony Blair, og svo hefur Harris skrifað tvær sögulegar skáldsögur sem fjalla um rómverska stjórnmálamanninn Cicero, þær heita Imperium og Lustrum og sú þriðja mun vera á leiðinni.

Harris er góður sögumaður, en það er ekki síst sögusviðið sem gæðir bækur hans lífi.

Ein skemmtilegasta bókin eftir hann heitir svo Pompei og lýsir lífinu við Napólíflóa dagana áður en Vesúvíus gaus árið 79 e. Kr.  Þetta er æsispennandi bók og vel undirbyggð með rannsóknum, Harris blandar saman skálduðum persónum og sögulegum; hetja bókarinnar er verkfræðingurinn Attillus sem starfar hjá vatnsveitunni en þarna er líka hinn heillandi Plíníus eldri, vísindamaður og flotaforingi. Í bakgrunni nötrar risinn ógurlegi, eldfjallið. Lýsingarnar á eldgosinu mikla og hamförunum sem lögðu Pompei í eyði eru magnaðar.

Pompei er nú að koma út á íslensku hjá bókafélaginu Uglu. Það er óhætt að mæla með henni bæði fyrir sakir skemmtunar og fróðleiks.

Þess má svo geta að Robert Harris – sem er gamall stjórnmálablaðamaður – skrifaði um íslenska hrunið í fyrra í Sunday Times. Þann pistil má lesa hérna.

pompei3

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“