Það er rætt í fjölmiðlum um hugmyndir sænska sagnfræðingsins Gunnars Wetterberg um norrænt sambandsríki.
Þetta eru skemmtilegar pælingar.
Samkvæmt fréttum telur Wetterberg að þetta sambandsríki eigi að vera innan ESB, og þannig gæti það verið eitt sterkasta aflið innan ESB, með sameiginlegt hagkerfi og utanríkisstefnu.
Líklega fá þessar pælingar nokkuð góð viðbrögð hér á landi – Íslendingar eru óvissir um stöðu sína í heiminum. Tilhugsunin um að komast í skjól hjá Norðurlöndunum er að vissu leyti góð.
Hugmyndir Wetterbergs fá líka góðar viðtökur samkvæmt skoðanakönnun sem hann hefur látið gera meðal íbúa Norðurlandanna.
En hinn pólitíski veruleiki er allur annar. Það er hætt við að meðal ráðamanna á Norðurlöndunum verði ekki litið á þessar hugmyndir sem annað en samkvæmisleik.