fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Eyjan

Michel Rocard í Silfrinu

Egill Helgason
Laugardaginn 30. október 2010 12:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn merkasti stjórnmálamaður Frakklands síðustu áratugi, Michel Rocard, verður gestur í Silfri Egils á morgun. Rocard var forsætisráðherra á árunum 1988 til 1991, í stjórnartíð Mitterrands forseta. Þeim samdi þó aldrei – eins og frægt varð, en báðir komu þeir úr flokki sósíalista. Rocard hefur síðustu ár verði sérstakur sendiherra Sarkozys forseta og fer með mál sem tengjast heimskautasvæðunum. Þegar ísinn bráðnar á Norðurpólnum verða þessi málefni mjög aðkallandi, því þarna opnast möguleikar á olíu- og námavinnslu, siglingum og fiskveiðum, en einnig er hætta á miklum umhverfisspjöllum. Ísland er rétt sunnan við pólsvæðið – og þetta mál tengist líka umsókn okkar um aðild að Evrópusambandinu.

Rocard nýtur mikilla vinsælda og virðingar í Frakklandi, hann hefur þótt vera óvenju heiðarlegur og hreinskiptinn stjórnmálamaður – og kannski galt hann þess stundum á stjórnmálaferli sínum.

Af öðrum gestum í þættinum má nefna Njörð P. Njarðvík og Andra Geir Arinbjarnarson.

michel-rocard_272

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans