fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Eyjan

Varla teboð

Egill Helgason
Föstudaginn 29. október 2010 14:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrmir Gunnarsson veltir fyrir sér hvort verði til teboðshreyfing á Íslandi, og þá sérstaklega í tengslum við andstöðuna við aðild að ESB.

Nú er teboðshreyfingin bandaríska dálítið sérstök. Hún er að sumu leyti sjálfsprottin, en það hefur líka verið bent á að auðvaldsöfl hafi á henni velþóknun.

Teboðshreyfingin er á móti sköttu, hún er á móti almannatryggingum og sjúkratryggingum, hún aðhyllist almenna byssueign og er á móti fóstureyðingum. Milli teboðshreyfingarinnar og ofsatrúarhópa eru gagnvegir.

Styrmir telur að teboðs sé helst að vænta hér á landi hjá stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins og VG – ef þessir flokkar fara að verða veikir fyrir ESB aðildinni.

Hann vísar meðal annars til málefnaþings hjá VG um daginn en þar var birt áskorun frá flokksfélögum þar sem var hvatt til að aðildarviðræðum við ESB yrði slitið.

Í þessum hópi voru Hjörleifur Guttormsson, Árni Bergmann, Hjalti Kristgeirsson. Árni Björnsson, Helgi Seljan, Loftur Guttormsson, Ragnar Stefánsson, Kjartan Ólafsson, Ragnar Arnalds, Margrét Guðnadóttir, Ólafur Þ. Jónsson – allt gamalt baráttufólk úr hreyfingu sósíalista og varla neitt teboð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans