fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Eyjan

Að veðja gegn almenningi

Egill Helgason
Fimmtudaginn 28. október 2010 11:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er talað um að stöðutökur gegn krónunni séu eðlilegar. Menn séu einfaldlega að verja stöðu sína. Það getur svosem verið rétt í einhverjum tilfellum, þótt ljóst sé að veðmálin með krónuna fóru langt fram úr því sem eðlilegt getur talist á síðust metrum hins falska efnahagsundurs.

Og jú, krónan var of hátt skráð. Það var beinlínis stjórnarstefna – og stefna Seðlabanka – að halda uppi fölsku góðæri með háu krónugengi. Sagt er Seðlabankinn hafi þannig verið hættur að styðjast við verðbólgumarkmið, heldur hafi hann starfað samkvæmt gengismarkmiði.

En við verðum líka að gæta að því að við erum í pínulitlu landi þar sem flökt á gjaldmiðlinum hefur undireins áhrif og ekki bara á verðlag, heldur líka á afborganir á lánum.

Þetta er ekki svona í stærri myntsvæðum. Dollar getur lækkað eða hækkað, evran sömuleiðis, og flestar þær milljónir manna sem nota gjaldmiðilinn verða í raun aldrei varar við neitt.

En þess vegna upplifa menn það sem mikið alvörumál þegar þeir heyra að einhverjir hafi setið á svikráðum við krónuna. Það er nefnilega almenningur sem þarf að borga fyrir gróðann sem fámennur hópur hefur af slíku braski.

Og þegar eru kannski á ferðinni sömu aðilar og stóðu fyrir því að dæla út svonefndum gengislánum til almennings – já, þá syrtir enn í álinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans